Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur

Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur

Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur

3.500 kr.

Zhuang er ung kínversk kona sem flytur til London í eitt ár til að læra ensku. Fljótlega kynnist hún sér töluvert eldri enskum manni og breytir sambandið sýn þeirra beggja á lífið. Glíman við enska málfræði er Zhuang erfið en að finna sig í nýjum menningarheimi reynist þrautin þyngri.

Fyrsta bókin sem kínverski rithöfundurinn og kvikmyndagerðakonan Xiaolu Guo skrifaði á ensku en uppvaxtarsaga hennar Einu sinni var í austri kom út hjá Angústúru árið 2017 og heillaði íslenska lesendur. Þrátt fyrir að vera skrifuð á bjagaðri ensku hefur Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur verið þýdd á 24 tungumál. Ein af bestu þýddu skáldsögum ársins 2019 að mati bóksala á Íslandi. Níunda bókin í áskriftarröð Angústúru.

„Forvitnileg, fyndin og óvenjuleg skáldsaga um hvað glatast í þýðingu.“ Herald

„Xiaolu Guo kann að segja sögu.“ The Guardian

„Við þurfum ekki bara að fara að læra kínversku, arabísku og önnur framandi mál, við þurfum að fara að læra að skilja menningu risavaxinna heimshluta með gríðarfjölda fólks sem við eigum eftir að vera í samskiptum við með einum eða öðrum hætti. Það verður ekki nóg að kunna bara ensku.“ Gauti Kristmannsson, Víðsjá

  • A Concise Chinese-English Dictionary for Lovers, Xiaolu Guo
  • Ingunn Snædal þýddi, 2019
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 336 blaðsíður