Litla land

Litla land

Litla land

3.500 kr.

Gabríel er tíu ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki í botnlanganum sem þeir hafa gert að ríki sínu. En þegar borgarastríð skellur á í landinu, og þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda, breytist allt. Falleg saga um vináttu og sakleysi æskunnar, en líka átakanlegur vitnisburður um þau eyðandi áhrif sem stríð og ofbeldi hafa á líf og samfélög manna.

Litla land er fyrsta skáldsaga tónlistarmannsins Gaëls Faye (f. 1982) og endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí. Bókin sló í gegn þegar hún kom út í Frakklandi árið 2016, hefur selst þar í yfir 800 þúsund eintökum, hlotið viðurkenningar og verðlaun og verið þýdd á 30 tungumál. Einstök saga sem nú hefur verið kvikmynduð. 

„Stíll Gaëls Faye einkennist af slíkri nákvæmni, blíðu og sorgþrunginni alvöru að þegar maður lýkur við að lesa þessa frumraun líður manni eins og maður losni úr hjartanístandi faðmlagi.“ Le Point 

 „Stórfengleg bók.“ Le Parisien

„Galdur góðs skáldskapar getur fært okkur enn nær fólkinu en tölurnar einar." Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu ★★★★1/2

„Þetta er bók sem spilar á tilfinningaskalann og tekst að vekja samlíðan lesandans með heillandi texta af skelfilegum atburðum,“ Rebekka Sif Stefánsdóttir, Lestrarklefanum ★★★★1/2

„Litla land, verk sem fjallar sannarlega um óskiljanlegan ófrið, ömurlegan hrylling og harmleik en líka um friðinn á undan stríðinu, bernskuna og sakleysið.“ Eiríkur Guðmundsson, Víðsjá

„Og bók sem skrifuð er um lífsreynslu lítils drengs í Rúanda segir meira, hefur dýpri áhrif á okkur en þúsund fréttir og þúsund skýrslur. Hún gefur okkur sýn inn í okkar heim, ekki síður en þann sem lýst er." Ögmundur Jónasson, Morgunblaðinu

  • Petit pays, Gaël Faye
  • Rannveig Sigurgeirsdóttir þýddi, 2020
  • Eftirmáli: Maríanna Clara Lúthersdóttir
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 340 blaðsíður