Álfheimar. Bróðirinn

Álfheimar. Bróðirinn

Álfheimar. Bróðirinn

4.290 kr.

Pétur er nýfluttur heim frá París til að hefja nám í mennta skóla og fær inni hjá gamalli frænku. Hann eignast strax vini í skólanum, þau Konál og Soffíu, og einnig hinni fögru Dagnýju sem sveipuð er dulúð eftir að litli bróðir hennar hvarf sporlaust tíu árum áður. Ekki líður á löngu þar til Pétur áttar sig á að einhver fylgist með hverju skrefi hans. Hverjir sitja um hann og hvers vegna? Af hverju er Sæunn frænka alltaf að tala um álfasteina … álfar eru bara til í sögum – ekki satt?

BRÓÐIRINN er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobs son en hann hlaut mikið lof lesenda
fyrir bækurnar Bölvun múmíunnar sem komu út hjá Angústúru.

„Hrikalega spennandi og skemmtileg bók.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur

„Fantasía, fyndni, spenna og rómantík.“ Valentin Dezalle

„Álfatrú og frásagnaarfur mætir nútímanum. Forvitnilegur og heillandi heimur.“ Rannveig Karlsdóttir

  • Álfheimar. Bróðirinn, Prófessor Ármann Jakobsson
  • Káputeikning og hönnun: Atli Sigursveinsson, 2021
  • Innbundin, 140 x 215 mm
  • 156 blaðsíður