Um Angústúru

Bókaforlagið Angústúra var stofnað haustið 2016 af Maríu Rán Guðjónsdóttur og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur. Markmiðið hefur frá upphafi verið að gefa út spennandi og fallegar bækur frá öllum heimshornum í vönduðum þýðingum og góðar íslenskar bókmenntir. Höfundar, þýðendur og hönnuðir Angústúru hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Útgáfan er í dag rekin af Maríu Rán.