Skilmálar

Skilareglur
Hægt er að skipta vörum sem keyptar hafa verið í netverslun Angústúru, séu þær enn í sölu, óopnaðar og í plastinu (hafi þær verið seldar í plasti), innan 4 mánaða frá kaupum. Andvirði skilavöru er verð vöru í netverslun, þegar skilað er. Söluaðili áskilur sér jafnframt rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

Samkvæmt lögum um neytendasamninga nr. 16/2016 hefur neytandi 14 daga frá því að samningur var gerður milli hans og seljanda í netverslun til að hætta við kaupin án nokkurra skýringa og fá vöruna endurgreidda. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Neytandanum ber að skila vörunni óskemmdri til seljandans. Ákvæðið um að falla frá samningi gildir t.d. ekki í tilvikum þar sem vara eða þjónusta hefur verið sérsniðin að kröfum neytandans eða innsigli hafa verið rofin. Hafi neytandi notað þennan rétt sinn og fallið frá samningi þá er seljanda skylt að endurgreiða honum án nokkurs kostnaðar þær greiðslur sem hann hefur þegar innt af hendi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Angústúru með spurningar.

Trúnaður
Angústúra heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Þjónustuskilmálar
Angústúra áskilur sér rétt til að fella niður pantanir, t.d. vegna mistaka við verðlagningu. Verð í netverslun getur breyst fyrirvaralaust. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Afgreiðsla pantana
Varan er send innanlands með pósti innan þriggja virkra daga frá pöntun. Póstgjald fylgir verðskrá Póstsins og fer eftir þyngd og fjölda bóka í pöntun. Við sendum einnig vörur til útlanda, í gegnum pantanir í tölvupósti. Pantanir til útlanda eru sendar með Póstinum. Angústúra ber ekki ábyrgð á tollum og gjöldum í viðtökulandinu. Öll aukaleg tolla-, skatta-, og innflutningsgjöld eða önnur gjöld eru á ábyrgð kaupanda.

Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskipta eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.