Bölvun múmíunnar. Seinni hluti

Bölvun múmíunnar. Seinni hluti

Bölvun múmíunnar. Seinni hluti

3.700 kr.

Múmían Hóremheb er í ræningjahöndum en Júlía, María og Charlie ætla ekki að játa sig sigruð. Þau taka sér far með glæsilega skipinu Henriettu, rekast þar á ýmsa óvini og fyrr en varir eru þau fangar Qwacha. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem ekkert er sem sýnist. Hver er vinur og hver óvinur? Sleppa Júlía og vinir hennar lifandi frá einvíginu við Qwachasöfnuðinn?

Fyrri hluti Bölvunar múmíunnar hélt mörgum lesendum andvaka en enn meiri hætta er á svefnlausum nóttum við að lesa framhaldið.

Prófessor Ármann Jakobsson hefur verið áhugamaður um múmíur og faraóa frá barnæsku. Hann vinnur nú við að rannsaka yfirnáttúrulega reynslu á miðöldum.

  • Bölvun múmíunnar. Seinni hluti, Prófessor Ármann Jakobsson
  • Káputeikning og hönnun: Atli Sigursveinsson, 2020
  • Innbundin, 140 x 215 mm
  • 156 blaðsíður