Vanþakkláti flóttamaðurinn

Vanþakkláti flóttamaðurinn

Vanþakkláti flóttamaðurinn

3.500 kr.

Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum saman við sína og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað, hverjum er trúað og hvernig ein saga er metin mikilvægari en önnur.

Íranski rithöfundurinn Dina Nayeri (f. 1979) skorar á Vesturlandabúa að endurhugsa hvernig er talað um og tekist á við þær áskoranir sem tengjast fólki á flótta, að hlusta á sögur þess en ekki einblína á skilvirkni kerfisins.

Ómetanlegt innlegg í umræðu um málefni flóttafólks.

„Mögnuð skrif um lykilatriði í reynslu flóttamanna.“ Viet Thanh Nguyen, Pulitzer-verðlaunahafi

  • The Ungrateful Refugee. What Immigrants Never Tell You, Dina Nayeri, 20
  • Bjarni Jónsson þýddi, 2022
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 400 blaðsíður