Einu sinni var í austri

Einu sinni var í austri

Einu sinni var í austri

3.500 kr.

Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins og kvikmyndagerðarkonunnar Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug. Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.

Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.

Xiaolu Guo heimsótti Ísland haustið 2018 við mikinn fögnuð lesenda. Auk uppvaxtarsögunnar hefur komið út skáldsagan Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir sama höfund á íslensku. Mögnuð verk eftir einstakan listamann.

„Bókin er grípandi, ótrúlega falleg, fræðandi og einfaldlega skemmtileg á sinn hátt.“ Katrín Lilja Jónsdóttir, Lestrarklefanum

  • Once Upon a Time in the East. A Story of Growing Up, Xiaolu Guo
  • Ingunn Snædal þýddi, 2017
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 420 blaðsíður