Eldgos

Eldgos

4.290 kr.

Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska …

Rán Flygenring verðlaunateiknari og rithöfundur er með eldgos á heilanum. Eftir að hafa lagt leið sína hátt í tuttugu sinnum að eldsumbrotunum á Reykjanesi hefur hún nú fundið öllum þeim glumrugangi og glundroða sem hún varð þar vitni að farveg í þessari æsispennandi og stórhættulegu sögu.

„Þetta er rosalega flott bók.“ Egill Helgason, Kiljunni

„Frábær og frumleg bók." Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunblaðinu

„Óhætt er að mæla með þessari nýju bók fyrir börn á öllum aldri og fullorðið fólk.“ Soffía Auður Birgisdóttir, skáld.is

  • Eldgos, Rán Flygenring, 2022
  • Innbundin, 230 x 300 mm
  • 72 blaðsíður