Glæpur við fæðingu

Glæpur við fæðingu

Glæpur við fæðingu

3.500 kr.

Stórmerkileg saga uppistandarans og stjórnmálaskýrandans Trevor Noah sem ólst upp í skugga aðskilnaðarstefunnar í Suður-Afríku: Sjálf tilvist hans var glæpur, því samband móður hans og föður af ólíkum hörundslit var refsivert á þeim tíma. Trevor segir á heillandi hátt frá æsku sinni og unglingsárum í samfélagi sem enn er í sárum, fyrstu skrefunum í skemmtanabransanum og trúrækinni móður sem opnaði fyrir honum heiminn.

Trevor Noah (f. 1984) hefur vakið mikla athygli fyrir hárbeitta þjóðfélagsrýni í þættinum The Daily Show í Bandaríkjunum sem hann hefur stýrt frá árinu 2015. Hann er vinsæll uppistandari og má nálgast heimildarmyndir um hann á Netflix. Kvikmynd er í bígerð. Glæpur við fæðingu var valin ein besta bók ársins af helstu fréttamiðlum Bandaríkjanna þegar hún kom út. Bók sem sameinar kynslóðir í lestri. Besta þýdda bók ársins 2019 að mati bóksala á Íslandi. 

„Ástarbréf til einstakrar móður höfundarins.“ The New York Times

„Lykilrit… því það afhjúpar aðskilnaðarstefnuna… fremur en aðrir nýlegir fræðitextar.“ The Guardian

„Þetta er bók sem lesin er í einum rykk,“ Jón Þórisson, Fréttablaðinu ★★★★1/2

„Lýsingar Noah á þessum óhugnanlegu og um leið skringilegu kringumstæðum eru oft kostulegar og persónuleg reynsla hans er einkar vel til þess fallin að draga fram mótsagnir þessa fáránlega og hryllilega kerfis, sem gekk út á að halda meirihluta íbúa landsins niðri í þágu lítils minnihluta.“ Karl Blöndal, Morgunblaðinu ★★★★

„Bókin er frábær í alla staði.“ Katrín Lilja Jónsdóttir, Lestrarklefanum ★★★★

 „Það sem mér finnst lyfta þessari sögu upp á mjög hátt gæðaplan er lýsingin á móðurinni ... Ég er óskaplega hrifin.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Þetta er mannbætandi bók, full af tárum og hlátri.“ Gunnar Hersveinn

  • Born a Crime, Trevor Noah
  • Helga Soffía Einarsdóttir þýddi, 2020
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 368 blaðsíður