Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni

Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni

Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni

3.500 kr.

Carmen er ekki alveg eins og hún á sér að vera. Oke er horfinn inn í frumskóga Amason og hjarta hennar og sjálfstraust er í molum. Þótt tekist hafi að bjarga bókabúðinni frá gjaldþroti síðustu jól þá er staðan enn tvísýn, gráðugur fjárfestir vomir yfir og Carmen óttast að gamli McCredie gefi eftir til að geta látið gamlan draum rætast. Að auki finnst Sofiu systur hennar greinilega kominn tími til að Carmen flytji út úr kjallaraherberginu og fyrir fátækan bóksala er enginn hægðarleikur að finna boðlegt húsnæði á viðráðanlegu verði. En Edinborg er ævintýraborg og aldrei að vita hvaða fjársjóðir og tækifæri leynast í iðrum hennar. Nýja barnfóstran hennar Sofiu, rauðhærði Rudi með glettnu, gylltu augun, er kannski einmitt púkinn sem Carmen þarf til að rífa sig upp úr ládeyðunni …

Sjálfstætt framhald af Jól í Litlu bókabúðinni eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan en bækur hennar hafa selst í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim.

  • Midnight at the Christmas Bookshop, Jenny Colgan, 2023
  • Helga Soffía Einarsdóttir þýddi, 2023
  • Kilja, 135 x 200 mm
  • 364 blaðsíður