Ómótstæðileg Ella

Ómótstæðileg Ella

3.500 kr.

Ella Mills er skærasta stjarna Bretlands á sviði matargerðar. Hún hóf feril sinn sem matarbloggari árið 2011 þegar hún ákvað að skipta alveg yfir í glúten- og mjólkurlaust jurtafæði eftir að hafa skyndilega fengið stöðubundna hjartsláttartruflun (POTS) sem lýsir sér með ógleði, svima, orkuleysi og sjóntruflunum. Tveimur árum síðar var hún einkennalaus og hefur hún síðan þá leiðbeint öðrum varðandi mataræði í gegnum bloggið sitt og nú bækurnar. Bloggið fær yfir 5 milljón heimsóknir á mánuði og tæplega milljón manns fylgja henni á Instagram. Ella rekur tvo veitingastaði í London og framleiðir vörur undir eigin nafni, auk þess sem Neal's Yard Remedies hefur hafið framleiðslu á kremum frá Ellu, en fyrirtækið sérhæfir sig í lífrænum náttúrulegum snyrtivörum.

Ómótstæðileg Ella er fyrsta bók Ellu Mills og kom út 2015. Aldrei fyrr hefur fyrsta matreiðslubók höfundar selst eins vel í Bretlandi, og hefur hún einnig verið gefin út í 20 löndum. Bókin hefur að geyma einfaldar og ljúffengar jurtafæðisuppskriftir með aðgengilegum hráefnum.

Mataræði Ellu er ekki einungis fyrir þá sem eru vegan eða á glúten- og mjólkurlausu fæði, heldur einnig alla þá sem vilja góða orku og jafnan blóðsykur.

  • Deliciously Ella, Ella Mills
  • María Rán Guðjónsdóttir þýddi, 2016
  • Innbundin, 170 x 235 mm
  • 256 blaðsíður