Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3

Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3

3.400 kr.

Pálína Klara Lind Hansen, stundum kölluð Brjálína, hefur í nógu að snúast heima í Plastgerði því nú er mamma hennar nánast rúmföst og Pálína reynir eftir bestu getu að vera henni innan handar. Á æskuheimili Pálínu, Brjálivíu, gengur einnig mikið á því pabbi hennar og kærastan hans, Lúsía de Kleijn, hafa eignast tvíburastráka. Pálína fer með pabba sínum í leit að fjársjóði fortíðarinnar, lærir fornan ástargaldur, safnar minjagripum fyrir Klörusafnið á háaloftinu, kemur Páli besta vini sínum á óvart með heljarinnar afmælishátíð og sýður galdraseyði úr aðalbláberjum með hinni göldróttu Lúdmílu í von um að bjarga lífi mömmu sinnar.

Endalok alheimsins er þriðja og síðasta bókin í verðlaunabókaflokknum Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen

Jón St. Kristjánsson hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki þýddra bóka fyrir verk sitt.

  • Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt – Ende des Universums, Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring
  • Jón St. Kristjánsson þýddi, 2020
  • Innbundin, 140 x 215 mm
  • 188 blaðsíður