Sæluvíma

Sæluvíma

Sæluvíma

3.500 kr.

Sæluvíma er margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Hún byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Reo Fortune, og Gregory Bateson sem hún átti eftir að giftast síðar. Uggi Jónsson var tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðinguna. Fjórða bókin í áskriftarröð Angústúru.

Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt samband en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða. 

Sæluvíma sló í gegn í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 2014 og fyrir hana hlaut höfundurinn Kirkus-skáldskaparverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Nýja-Englands og Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin, auk þess sem hún var valin ein af tíu bestu bókum ársins af The New York Times Book Review, tímaritinu TIME og Amazon. Sæluvíma hefur komið út í 15 löndum og er kvikmynd í bígerð.

„King nær að fanga lesandann svo algjörlega að ég vissi varla af mér fyrr en ég var skyndilega búin með bókina, mér til mikils leiða. Ég vildi meira!“ segir Katrín Lilja Jónsdóttir, Lestrarklefanum ★★★★★

„Lily King skapar heillandi heim – Nýja Gínea, hitinn, skordýrin, sjúkdómarnir en einnig framandi menningarheimurinn, frelsið og ástríða mannfræðinganna lifna fyrir augum lesandans," segir Maríanna Clara LúthersdóttirVíðsjá

„Titillinn tjáir best líðan lesandans. Við látum okkur líða á fjótabát tímans inn í fornan frumskóg og myrkviði mannlegs eðlis. Get ekki beðið eftir bíómyndinni!" Hallgrímur Helgason

Tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

  • Euphoria, Lily King
  • Uggi Jónsson þýddi, 2018
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 272 blaðsíður