Seiðmenn hins forna 1

Seiðmenn hins forna 1

3.400 kr.

Forðum var til galdur og galdurinn bjó í myrkum skógum. En þá kom herþjóðin ...

Xar er seiðmenni en býr ekki yfir galdramætti og er til í að gera allt til að öðlast hann. Ósk er stríðsmaður en á forboðinn galdragrip og er til í að gera allt til að leyna honum. Þegar örlagastjörnur Xars og Óskar mætast verða þau að gleyma þrætuefnum þjóða sinna ef þau eiga að komast í hinar leyndu dýflissur Járnvirkisins. En þar byltir sér nú eitthvað sem sofið hefur öldum saman ...

Fyrsta Seiðmannabókin af fjórum eftir metsöluhöfundinn Cressidu Cowell en bókaflokkur hennar Að temja drekann sinn sló rækilega í gegn og eftir þeim hafa verið gerðar bæði verðlaunakvikmyndir og sjónvarpsþættir. Jón St. Kristjánsson tilnefndur til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu sína.

„Seiðmenn hins forna eru ekta breskar gæðabókmenntir fyrir ungt fólk (og mig greinilega). Þetta er sami höfundur og skrifaði Hvernig á að temja drekann sinn og þó ég hafi ekki lesið þær bækur er greinilegt að hér er höfundur sem kann sitthvað fyrir sér. Bækurnar eru mikið ævintýri, fáránlega skemmtilegar, ærslafullar og síðast en ekki síst ótrúlega spennandi.“ Gunnar Helgason

Tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki þýddra bóka.

  • The Wizards of Once, Cressida Cowell
  • Jón St. Kristjánsson þýddi, 2018
  • Innbundin, 132 x 200 mm
  • 400 blaðsíður