Seiðmenn hins forna 2

Seiðmenn hins forna 2

3.400 kr.

Það gerðist einu sinni. Gæti það virkilega gerst… TVISVAR?

Ósk er af ætt stríðsmanna og býr yfir mögnuðum galdri sem virkar á járn, Xar er af ætt seiðmanna og er með hættulegan nornablett í lófa sínum. Saman geta þau bjargað Villiskógunum frá nornunum en tíminn er að renna út …

Töfrað tvisvar er önnur Seiðmannabókin eftir breska metsöluhöfundinn Cressidu Cowell sem sló í gegn með sögunum Að temja drekann sinn og eftir þeim hafa verið gerðar bæði verðlaunakvikmyndir og sjónvarpsþættir. Væntanlegar eru kvikmyndir um Seiðmenn hins forna.

Seiðmenn hins forna eru ekta breskar gæðabókmenntir fyrir ungt fólk (og mig greinilega). Bækurnar eru mikið ævintýri, fáránlega skemmtilegar, ærslafullar og síðast en ekki síst ótrúlega spennandi.“ Gunnar Helgason

  • The Wizards of Once. Twice Magic, Cressida Cowell
  • Jón St. Kristjánsson þýddi, 2019
  • Innbundin bók, 132 x 200 mm
  • 392 blaðsíður