Skínandi

Skínandi

2.590 kr.

Í fyrstu bók sinni skapar teiknarinn og höfundurinn Birta Þrastardóttir töfraheim þar sem daglegt líf venjulegrar fjölskyldu er í senn komið fyrir í skræpóttum stíl sjötta áratugarins og dularfullum afkimum þöglu kvikmyndanna þar sem sirkuslistamenn og gráðugir bófar leika lausum hala og lokka til sín börn. Hin skínandi aðalsöguhetja stígur skyndilega fyrir tilverknað örlaganna út úr hlutverki sínu sem stelpa og verður undravera sem aðrir vilja hagnast á. Því það verður að vera spenna, annars er ekkert gaman, og ef allt fellur að lokum í ljúfa löð er það ekki endilega vegna þess að einhver góð lífsregla hefur sannað sig. Nei, stundum er það bara vegna þess að eitthvað hrökk upp úr manni.

„Allt er þetta afskaplega vel gert sem skilar sér í einstaklega fallegu listaverki.“ Silja Björk Huldudótttir, Morgunblaðinu

Tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. 

  • Birta Þrastardóttir 
  • Innbundin bók, 170 x 240 mm
  • 40 blaðsíður