Tjörnin

Tjörnin

4.290 kr.

Garðurinn okkar er mjög venjulegur garður. Við þekkjum hann eins og lófann á okkur! Eða það héldum við ... allt þar til við rákumst á hana. Dældina. 

Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum breytist allt. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar.

Tjörnin er hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri.

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Besta barnabók ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins.

„Höfundur sem er alger gersemi. Mér finnst við heppin að geta lesið þetta fyrir börnin og líka bara fyrir okkur, mér finnst þetta bara ein besta bókin sem við lásum fyrir þáttinn." Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Kiljunni

„Sagan er stutt en hún leynir svo á sér ... Það er djúp merking þarna. Þetta er bara dásamleg bók.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Tjörnin er framúrskarandi verk fyrir unga lesendur og þá fullorðna sem vilja lesa ríkulega sögu fyrir yngri augu,“ Páll Baldvin Baldvinsson, Heimildinni

Ævintýralega skemmtileg bók." Árni Matthíasson, Morgunblaðinu

Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Hún hefur margsinnis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og árið 2023 fékk hún Norðurlandaráðsverðlaunin fyrir bókina Eldgos

  • Rán Flygenring, 2024
  • Ráðgjöf við bókarhönnun: Studio Studio
  • Innbundin, 197x270mm
  • 64 blaðsíður