Tjörnin - Gjafabréf
Tjörnin - Gjafabréf
4.290 kr.
Tjörnin eftir Rán Flygenring hefur slegið svo rækilega í gegn að hún er uppurin hjá útgefanda og nánast ófáanleg. En örvæntið ekki, ný prentun er væntanleg um miðjan janúar og þau sem vilja gefa hana í jólagjöf geta fjárfest í gjafakorti með tjörn!
Tjörnin er hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri.
Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Hún hefur margsinnis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og árið 2023 fékk hún Norðurlandaráðsverðlaunin fyrir bókina Eldgos. Fyrir Tjörnina er hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna, auk þess sem Tjörnin var valin besta íslenska barna- og ungmennabókin 2024 af bóksölum á Íslandi.
- Rán Flygenring, 2024
- Ráðgjöf við bókarhönnun: Studio Studio
- Innbundin, 197x270mm
- 64 blaðsíður