Allt sundrast

Allt sundrast

Allt sundrast

3.500 kr.

Allt sundrast (Things Fall Apart) kom fyrst út árið 1958 og er talin höfuðrit afrískra bókmennta. Bókin var sú fyrsta í ritröð Heinemanns African Writers Series sem hefur átt mikinn þátt í að vekja athygli á afrískum bókmenntum í hinum vestræna heimi. Hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka. Þriðja bókin í áskriftarröð Angústúru.

Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. Skáldsagan fagnar í ár 60 ára útgáfuafmæli og er útgáfa hennar á íslensku löngu tímabær. Hún markar upphafið á því þegar rithöfundar Afríkulanda hófu að segja sína sögu sjálfir en fram að því hafði hún verið skráð af vestrænu fólki. 

„Í návist þessa höfundar hrundu fangelsismúrarnir.“ Nelson Mandela

„Saga afrískra bókmennta væri ófullkomin og óhugsandi án verka Chinuas Achebe.“ Toni Morrison

„Gríp­andi þar sem hún síg­ur seig­fljót­andi og með sí­vax­andi þunga fram að óumflýj­an­leg­um enda­lok­un­um.“ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu ★★★★★

„Besta skáldverkið á markaði nú um stundir. Algjörlega frábær bók!" Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Bók sem allir Vesturlandabúar ættu að lesa, ekki aðeins sér til aukins skilnings heldur einnig með mikilli bókmenntaánægju," segir Gauti KristmannssonVíðsjá

„Lesið hana ef þið hafið ekki lesið hana áður, og ef þið hafið lesið hana áður mæli ég með því að þið lesið hana aftur í vandaðri þýðingu Elísu Bjargar (sjáið bara: Things fall apart verður Allt sundrast. Ég fæ gæsahúð).“ Rán Flygenring

Tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

  • Things fall apart, Chinua Achebe 
  • Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi, 2018
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 272 blaðsíður