Vanþakkláti flóttamaðurinn
Vanþakkláti flóttamaðurinn
3.500 kr.
Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum saman við sína og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað, hverjum er trúað og hvernig ein saga er metin mikilvægari en önnur.
Íranski rithöfundurinn Dina Nayeri (f. 1979) skorar á Vesturlandabúa að endurhugsa hvernig er talað um og tekist á við þær áskoranir sem tengjast fólki á flótta, að hlusta á sögur þess en ekki einblína á skilvirkni kerfisins.
Ómetanlegt innlegg í umræðu um málefni flóttafólks.
„Mögnuð skrif um lykilatriði í reynslu flóttamanna.“ Viet Thanh Nguyen, Pulitzer-verðlaunahafi
- The Ungrateful Refugee. What Immigrants Never Tell You, Dina Nayeri, 20
- Bjarni Jónsson þýddi, 2022
- Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
- Saumuð kilja, 110 x 180 mm
- 400 blaðsíður