Dauðinn er barningur

Dauðinn er barningur

Dauðinn er barningur

3.500 kr.

Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.

Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna, meðal annars Booker International verðlaunanna. 

„Kolsvört, hryllileg og hjartnæm gamansaga.“ Literatur Spiegel 

„Meistaralega skrifuð.“ The New York Review of Books

  • Al-mawt 'amal shaq / Death is Hard Work, Khaled Khalifa
  • Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi, 2019
  • Eftirmáli: Maríanna Clara Lúthersdóttir
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 248 blaðsíður