Paradís

Paradís

Paradís

3.700 kr.

Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að honum er gert að fylgja kaupmanninum í leiðangur lengst inn í land þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið.

Söguleg skáldsaga sem gerist í upphafi síðustu aldar eftir tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah (f. 1948) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Paradís var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna.
  • Paradise, Abdulrazak Gurnah, 1994
  • Helga Soffía Einarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála, 2023
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 336 blaðsíður