Tsjernobyl-bænin. Framtíðarannáll
Tsjernobyl-bænin. Framtíðarannáll
3.500 kr.
Þann 26. apríl árið 1986 urðu sprengingar í kjarnakljúfi í Tsjernobyl, Úkraínu, sem ollu stærsta kjarnorkuslysi allra tíma. Himinninn logaði og geislunin náði yfir stórt landsvæði. Slysið hafði hörmuleg áhrif á líf hundruði þúsunda manna til frambúðar. Ráðamenn reyndu að þagga slysið niður. Þetta er vitnisburður þeirra sem lifðu af.
Tsjernobyl-bænin byggir á hundruðum viðtala hvítrússneska rithöfundarins og blaðamannsins Svetlönu Aleksíevítsj við fólk sem lifði kjarnorkuslysið af. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2015 „fyrir margradda skrif, minnisvarða um þjáningar og hugrekki á okkar tímum“, og hafa bækur hennar verið þýddar á 53 tungumál. Tsjernobyl-þættirnir vinsælu eru að hluta til byggðir á þessari bók.
„Frásögn af hetjuskap og lygum, yfirhylmingu, viðvaningshætti, vanmætti, sársauka og doða ... Bók Aleksíevítsj er frábærlega þýdd. Gunnar Þorri Pétursson vinnur verkið af alúð og þekkingu.“ Karl Blöndal, Morgunblaðinu ★★★★★ 1/2
„Manni ber eiginlega bara skylda til þess að lesa þessa bók og hlusta og taka þetta inn.” Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni
„Ég var byrjuð að gráta fimm blaðsíðum eftir að ég opnaði bókina og svo hélt ég bara áfram. En þetta málar ótrúlega sterka mynd, maður skilur miklu betur.” Gréta Sigríður Einarsdóttir, Kiljunni
„Stórkostleg skrif.“ – The Guardian
„Fólkið sem lifði, starfaði og dó vegna vinnu við kjarnorkuverið í Tsjernobyl á það inni hjá okkur að við tökum mark á því sem þau gengu í gegnum og að við sjáum til þess að sagan endurtaki sig ekki ... Bók Svetlönu Aleksíevítsj eigum við öll að lesa, við skuldum þessu fólki það, því eins og höfundur segir orðrétt á einum stað: „-Þetta er ekki bók um Tsjernobyl heldur heiminn sem Tsjernobyl gat af sér.” Lilja Magnúsdóttir, Lestrarklefanum
„Hennar efni, hennar stoff, það eru tilfinningalegar staðreyndir, það eru ekki þessar staðreyndir sem venjulegur blaðamaður er að fjalla um ... Hún setur sín verk fram í ákveðinni óreiðu, kaos, sem samt sem áður svínvirkar og er einfaldlega frá mínum bæjardyrum hábókmenntalegt.“ Steinunn Sigurðardóttir
„Minn áramótaboðskapur er hvatning til allra að lesa eina þá mögnuðust bók sem ég hef komist í tæri við um æfina ... Þetta er ekki skáldsaga, þótt öllum meðulum skáldskapartexta sé beitt, heldur byggt á samtölum við hundruð manna sem á einhvern hátt tengdust þessu mikla slysi sem varð við landamæri Úkraínu og Belarús árið 1986. Gunnar Þorri Pétursson þýddi og hans verk fer beint í klassa með mögnuðustu bókmenntaþýðingum á íslensku fyrr og síðar. Aldrei stirður þýðingabragur, allar raddir, ólíkar sem þær eru, hljóma eðlilega en þarna ægir saman háfleygri ljóðrænu, groddaskap, fúlum bröndurum, tækifæriskveðskap, röddum embættismanna, menntafólks, alþýðu...Þeir sem eru að leita að risavaxinni lestrarupplifun ættu að leggjast í þessar stórbrotnu 394 blaðsíður.“ Einar Kárason
„Tsjernobyl-bænin er bók sem mun seint gleymast...Það sem Svetlana Aleksíevítsj gerir svo vel í bók sinni er að laða fram fólkið að baki tölfræðinni, fólk eins og mig og þig, og gefa röddum þess, tilfinningum og sárri reynslu verðugt rými.“ Jóna Guðbjörg Torfadóttir, skáld.is
Gunnar Þorri hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir verk sitt.
- Tsjernobylskaja molitva: Khroníka búdúshsjego, Svetlana Aleksíevítsj
- Gunnar Þorri Pétursson þýddi, 2021
- Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
- Saumuð kilja, 110x180 mm
- 400 blaðsíður