Villinorn 1

Villinorn 1

Villinorn 1

2.500 kr.

Klöru finnst hún vera venjuleg 12 ára stelpa. Kannski dálítið feimin og með helst til miklar freknur. En þegar óvenjulega stór, svartur köttur ræðst á hana í kjallaratröppunum heima, uppgötvar Klara að hún hefur sérstakar gáfur og eftir það hættir allt að vera venjulegt.

Eldraun er fyrsta bókin í danska bókaflokknum Villinorn um Klöru og baráttu hennar við öfl í villtri náttúrunni eftir verðlaunahöfundinn Lene Kaaberbøl. Villinornarbækurnar hafa komið út á 17 tungumálum.

„Ekta norrænt nornadrama með mikilli tengingu við nútímann, skemmtilegum karakterum og ótrúlega spennandi. Ég tók fyrri bókina í einum rykk af því að ég gat ekki hætt. Ég tók seinni bókina í tveimur rykkjum af því að ég varð að sofa eitthvað.“ Gunnar Helgason

  • Vildheks 1, Ildprøven, Lene Kaaberbøl
  • Jón St. Kristjánsson þýddi, 2018
  • Bókarkápa: Christina Kuschkowitz
  • Bókarhönnun: Studio Studio
  • Kilja, 130 x 197 mm
  • 160 blaðsíður