Fuglar

Fuglar

4.990 kr.

Varúð!

Þetta er ekki góð fuglagreiningarbók. Fuglarnir í henni eru illa teiknaðir og textinn fullur af fordómum og tilgerð. Vert er að hafa það í huga við lesturinn. Hafir þú hins vegar áhuga á krassandi sögum af áhættusækni, skrautfíkn og ástarlífi íslenskra fugla, og hvers kyns sérvisku sem tengist þeim, þá er þetta rétta bókin fyrir þig.

Falleg bók um íslenska fugla fyrir alla fjölskylduna. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega og niðurstað er einstök og óvenjuleg en um leið fræðandi bók um íslenska fugla.

Bók fyrir 5–105 ára. Tilvalin útskriftargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, sumarbústaðargjöf …

„Þetta er frábærlega skemmtileg bók. Myndirnar eru auðvitað skemmtilegar eins og allt sem snillingurinn Rán kemur nálægt, en textinn er rétta blandan af fróðleik og húmor eins og verður að vera. Þessi er bæði fyrir áhugasama lesendur á breiðu aldursbili og örugglega gullnáma fyrir kennara í faginu. Stefán Pálsson

Hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur í flokki myndlýsinga. 

Hlaut verðlaun FÍT fyrir myndlýsingar. 

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 

  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring, 2017
  • Ráðgjöf við bókarhönnun: Studio Studio
  • Saumuð kilja með flipum, 170 x 225 mm
  • 184 blaðsíður