Vigdís

Vigdís

3.500 kr.

Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lærir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík.

Bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.

Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hér kynnir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum. Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands. Rán hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bókina, sem allar fjölskyldur verða að eiga.

Útgáfurétturinn að Vigdísi. Bókinni um fyrsta konuforsetann hefur verið seldur til Kóreu, Færeyja og Ísrael.

„Vigdís ávarpar stúlkuna – og okkur lesendurna – af virðingu, og það er virðingarvert. Það fékk mig til að hugsa um hvernig völd eru best geymd í höndum þeirra sem bera virðingu fyrir þeim sem þeir hafa völd yfir – hvort sem það eru börn, þegnar – nú eða náttúran.“ Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Orð um bækur

  • Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann, Rán Flygenring, 2019
  • Innbundin, 210 x 280 mm
  • 48 blaðsíður