Kristín Þorkelsdóttir
Kristín Þorkelsdóttir
9.900 kr.
Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og grafíski hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir. Kristín hefur á löngum ferli hannað urmul auglýsinga, fjölmargar bókarkápur og ýmis rótgróin merki sem hafa verið landsmönnum sýnileg á skiltum, pappír og skjáum í yfir fimm áratugi, ásamt íslensku peningaseðlunum og íslenska vegabréfinu. Að auki stofnaði Kristín og rak eina mikilsvirtustu auglýsingastofu landsins um árabil.
Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir varpa hér ljósi á fjölmörg verk Kristínar og þeirra óskráðu sögu. Þær eru báðar dósentar við hönnunardeild Listaháskóla Íslands.
„Ég óska ykkur til hamingju með þessa bók. Hún er eðalfögur, einföld og hún er svo fallega og aðgengilega sett upp.“ Jórunn Sigurðardóttir
- Kristín Þorkelsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir
- Bókarhönnun: Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir), 2021
- Innbundin, 200x270mm
- 240 blaðsíður