Jól á eyjahótelinu
Jól á eyjahótelinu
3.500 kr.
Yndisleg jólalesning frá Jenny Colgan!
Miðja vegu milli Skotlands of Noregs liggur fallega afskekkta eyjan Mure og þar eru eyjaskeggjar farnir að huga að jólum.
Flora MacKenzie hefur í nógu að snúast þótt hún eigi að vera í fæðingarorlofi. Fyrir utan að huga að fjölskyldubýlinu og reka kaffihús er hún líka með áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Colton lét eftir sig og stefna opna fyrir jólin. Það verkefni reynist flóknara en Flora hafði gert ráð fyrir, sérstaklega þar sem Fintan virðist lítið leggja til málanna fyrir utan að ráða bráðlyndan franskan kokk og fordekraðan norskan dreng með illa uppalinn hund sem er stöðugt til vandræða. Þar að auki er Iona, aðstoðarstúlkan í eldhúsinu, svo feimin að hún roðnar í hvert sinn sem á hana er yrt, eini læknirinn í eyjunni mögulega á förum og bæjarstjórnin í uppnámi yfir jólalýsingunni.
Hátíðarundirbúningurinn getur verið flókinn þegar á reynir en fólk leynir á sér og kemur jafnvel sjálfu sér á óvart.
Hugljúf saga um vináttu, ást og söknuð. Sjálfstætt framhald af Mure-bókunum um Floru MacKenzie og íbúa á eyjunni Mure eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan en bækur hennar hafa slegið í gegn hjá lesendum á Íslandi.
„Jól á eyjahótelinu uppfyllir allar kröfur sem maður setur um bókaafþreyingu á aðventunni. Hún er auðlesin, skemmtileg, fyndin á köflum og afar hugljúf. Ég mæli eindregið með því að lesa hana með kakóbolla í annarri hendi og piparkökukassann nálægt.“ Sæunn Gísladóttir, Lestrarklefanum
- An Island Christmas, Jenny Colgan
- Helga Soffía Einarsdóttir þýddi, 2021
- Kilja, 135 x 200 mm
- 384 blaðsíður