Ef við værum á venjulegum stað
Ef við værum á venjulegum stað
3.500 kr.
Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs. Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó.
Áttum við ekki heima í þessu landi þar sem við áttum heima? Áttu ekki sífellt að vera að gerast hér stórkostlegir og yfirnáttúrulegir atburðir? Töluðum við ekki við dautt fólk? Sögðu ekki allir að við værum súrrealísk þjóð?
Mexíkóski rithöfundurinn Juan Pablo Villalobos (f. 1973) ólst upp í borginni Lagos de Moreno sem er sögusvið bókarinnar en hefur verið búsettur í Barcelona í næstum 20 ár. Fyrsta skáldsaga hans, Veisla í greninu, var fyrsta bókin í þýðingarröð Angústúru (2017) og hlaut hún mikið lof á Íslandi auk þess sem bóksalar völdu hana bestu þýddu bók ársins. Ef við værum á venjulegum stað er önnur bók Villalobos og einnig önnur bókin í þríleik hans um Mexíkó, en markmiðið með honum er að kljúfa sundur hugmyndina um Mexíkó sem töfrandi og súrrealískt land og sýna hversu hrikaleg staða mála er í raun. Auk þríleiksins hafa komið út þrjár skáldsögur eftir Villalobos. Hann er einnig virkur þýðandi og hefur þýtt verk brasilískra höfunda á spænsku.
Ef við værum á venjulegum stað er fimmtánda bókin í þýðingaröð Angústúru.
„Þessi stormsveipur af texta kemst vel til skila og er vel einnar kvöldstundar virði.“ Gauti Kristmannsson, Víðsjá.
Tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
- Si viviéramos en un lugar normal, Juan Pablo Villalobos
- Jón Hallur Stefánsson þýddi, 2021
- Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
- Saumuð kilja, 110 x 180 mm
- 184 blaðsíður