Saga af svartri geit
Saga af svartri geit
3.700 kr.
Dagsgömul, agnarsmá geit kemst óvænt í hendur fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni fórnar öllu til að koma huðnukiðinu á legg. Það reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna og dýra. Heillandi saga lítillar geitar.
Saga af geit og samfélagi, stétt og kærleika. Einnig saga af því hvernig lítið kraftaverk getur steypt venjulegum manneskjum í glötun. Perumal Murugan (f. 1966) er fyrsti tamílski rithöfundurinn sem gefinn er út á íslensku. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.
Einn frumlegasti og umdeildasti höfundur Indlands New York Times
Tilnefnd til National Book-verðlaunanna
- Poonachi Allathu Oru Vellattin Katai, Perumal Murugan
- Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi, 2024
- Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
- Saumuð kilja, 110 x 180 mm
- 200 blaðsíður