Tvennir tímar
Tvennir tímar
1.990 kr.
Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason.
Einstök saga alþýðukonu sem bjó við sáran skort og vinnuþrælkun hjá vandalausum í uppvexti í Fljótum í Skagafirði. Bókin kom fyrst út árið 1949 en þessari nýju útgáfu er fylgt úr hlaði með formála eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands og langömmubarn Hólmfríðar, og eftirmála eftir Soffíu Auði Birgisdóttur, bókmenntafræðing, auk ljósmynda úr safni fjölskyldu Hólmfríðar. Ein besta ævisaga ársins 2018 að mati bóksala á Íslandi.
„Tvennir tímar er ein af þessum bókum sem við verðum að lesa til að vita hvaðan við komum.“ Hallgrímur Helgason
„Útgáfan er vönduð og eiguleg, með formála og eftirmála, orðskýringum og ljósmyndum úr einkasafni og er ómetanleg heimild um horfinn tíma og harða lífsbaráttu, ekki síst kvenna.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir, Kvennablaðinu
„Þetta er mjög áhrifamikil bók.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
- Tvennir tímar. Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, Elínborg Lárusdóttir
- Eftirmáli og orðskýringar: Soffía Auður Birgisdóttir
- Bókarhönnun: Helga Gerður Magnúsdóttir, 2018
- Innbundin, 150 x 215 mm
- 176 blaðsíður