Blaka
Blaka
5.490 kr.
Hún skýst fram hjá okkur í myrkrinu, fim eins og fimleikastelpa, ör eins og orrustuþota. Stórhættuleg. Æsispennandi.
Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð, taka þátt í sandkastalakeppni og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku flögrandi í húminu grípur um sig skelfing í borginni og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf.
„Rán Flygenring er barnabókahöfundur á heimsmælikvarða. Ég myndi bara segja að hún er einhvers staðar þarna lengst uppi." Egill Helgason, Kiljunni
„Ansi myrk saga, og börn verða náttúrlega líka að lifa með myrkrinu þó það geti líka verið innra með þeim.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Myndheimur bókarinnar minn uppáhalds af sögum Ránar hingað til." Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Kiljunni
Rán Flygenring er einn þekktasti myndabókahöfundur landsins. Síðasta bók hennar, Tjörnin, seldist upp eins og skot og hlaut fjöldamörg verðlaun. Rán fékk jafnframt Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2023 fyrir bókina Eldgos.
- Rán Flygenring, 2025
- Ráðgjöf við bókarhönnun: Studio Studio
- Innbundin, 190x270mm
- 76 blaðsíður