Egill spámaður

Egill spámaður

3.200 kr.

Egill vill helst ekki tala. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum og fylgist með sjávarföllunum með aðstoð almanaks. Dag einn verður nýja stelpan í bekknum á vegi hans og setur skipulag tilverunnar í uppnám. Samt virðist allt svo rétt, hvernig sem á því stendur.

Egill spámaður eftir Lani Yamamoto er einstök barnabók sem vakið hefur mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókmenntaverðlauna Reykjavíkurborgar og er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Er það í annað sinn sem Lani hlýtur tilnefningu til síðastnefndu verðlaunanna en bók hennar Stína stórasæng var tilnefnd til þeirra virtu verðlauna árið 2014. Stína stórasæng var þýdd á 10 tungumál og meðal annars gefin út af Victoria & Albert Museum í Bretlandi.

„Eg­ill spá­maður fjall­ar á sinn hljóðláta hátt um klass­ísk viðfangs­efni sem flest börn geta tengt sig við og reyn­ast mörg­um erfið viðfangs, það er óör­yggi og ótt­ann við að verða að at­hlægi, þörf fyr­ir reglu­festu og mik­il­vægi vináttu og fé­lags­skap­ar. Lani Yama­moto skap­ar hér áhuga­verða aðal­per­sónu með sér­stakt áhuga­mál og náin tengsl við nátt­úr­una sem leik­ur stórt hlut­verk í sög­unni.“ Úr umsögn dómnefndar Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

„Ég var einstaklega hrifin af þessari bók og mæli með henni fyrir lesendur á öllum aldri.“ Rebekka Sif, Lestrarklefanum ★★★★★

„Einstaklega falleg og ljúf saga, sögð jafnt í máli og myndum.“ Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu ★★★★

„Sagan er svo falleg og útpæld og sögð af svo mikilli næmni og yfirvegun og innsæi.“ Rán Flygenring

„Lani Yamamoto er listamaður, bækur hennar eru listaverk.“ Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Orð um bækur

  • Egill spámaður, Lani Yamamoto
  • Bókarhönnun: Ármann Agnarsson, 2019
  • Innbundin, 165 x 200 mm
  • 64 blaðsíður