Litla bókabúðin í hálöndunum
Litla bókabúðin í hálöndunum
3.200 kr.
Nina Redmond veit fátt betra en að gleyma sér í góðri skáldsögu. Hún vinnur á bókasafni í Birmingham þar sem hún nýtur þess að finna réttu bækurnar fyrir gesti safnsins. Þegar bókasafnið er sameinað öðru safni vegna hagræðingar stendur Nina á tímamótum; vill hún taka þátt í nútímavæðingu nýja safnsins eða ætlar hún að nota tækifærið og láta langþráðan draum um að reka eigin bókabúð rætast? Þegar hún rekst á auglýsingu í blaðinu um sendiferðabíl til sölu ákveður hún að láta slag standa. Bíllinn er reyndar í skosku hálöndunum ... Allt á þetta eftir að hafa örlagarík áhrif á líf Ninu.
Dásamlega falleg og hugljúf saga um ástir og vináttu og það hvernig bækur geta breytt lífi fólks.
Skoski metsöluhöfundurinn Jenny Colgan sló í gegn á Íslandi með þríleiknum í Litla bakaríinu við Strandgötu. Sjálfstæð saga.
„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn spennt og ég var að komast heim til þess að lesa þessa bók.“ Þórhildur Erla, Lestrarklefanum
- The Little Shop of Happy Ever After, Jenny Colgan
- Ingunn Snædal þýddi, 2017
- Kilja, 135 x 200 mm
- 368 blaðsíður