Að borða Búdda

Að borða Búdda

Að borða Búdda

3.500 kr.

Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets í kínverska borgarastríðinu voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin í bænum Ngaba og víðar og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns. Róstur og skærur í héruðunum umhverfis Ngaba leiddu til þess að íbúarnir þar urðu eitt aðalhreyfiaflið í tíbesku andspyrnunni sem náði hámarki með sjálfsíkveikjum á götum úti á 21. öldinni.

Í Að borða Búdda varpar Barbara Demick ljósi á menningu sem hefur lengi verið rómantíseruð af Vesturlandabúum sem andleg og friðsamleg. Hún sýnir hvað það þýðir raunverulega að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita menningu sína, trú og tungumál fyrir óstöðvandi ofurvaldi, gripdeildum þess og viðvarandi kúgun.

„Kínverjar hafa þegar skipað nefnd sem á að velja næsta Dalai Lama. Ef við tökum ekki slaginn, þá verða þeir á undan okkur. Þeir finna einhvern sætan, lítinn, tíbeskan dreng sem þeir geta haft fulla stjórn á.“

Barbara Demick (f. 1959) er margverðlaunaður bandarískur blaðamaður, þekkt fyrir greinar sínar um mannréttindamál og efnahagsog samfélagslegt umrót í Austur-Evrópu og Asíu. Í Að borða Búdda fjallar Demick um þær afdrifaríku breytingar sem orðið hafa á tíbesku samfélagi frá innrás Kínverja í landið um miðja síðustu öld. Á íslensku hefur áður komið út eftir hana metsölubókin Engan þarf að öfunda: Daglegt líf í Norður-Kóreu.

 

„Það opnast heill heimur fyrir lesandanum, sem er annars fjarlægur. Pólitík heils heims, menning, frásagnir. Það er ekki hægt að hætta að lesa.“ Katrín Lilja Jónsdóttir, Lestrarklefinn

 

Ein besta bók ársins 2020 samkvæmt The New York Times, The New York Times Book Review, The Washington Post, NPR, The Economist og Outside.

 

  • Eat the Buddha, Barbara Demick
  • Uggi Jónsson þýddi, 2021
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 400 blaðsíður