Akam, ég og Annika

Akam, ég og Annika

Akam, ég og Annika

4.290 kr.

Um leið og ég tók við húfunni fann ég fyrir miðanum sem festur hafði verið í hana með hefti. Þakkaði í huga mér fyrir að mamma hafði ekki fundið hana. Ég sneri mér að glugganum og las á miðann.

„Passaðu húfuna þína betur, tíkin þín. Líka hausinn á þér. Láttu Akam í friði. Hann er okkar.“

Hrafnhildur neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam? 

Óvænt og spennandi unglingabók eftir nýjan höfund.

„Fyrst og fremst afskaplega næm og hlý saga um vináttu, einsemd, heimþrá og það hvað það getur verið fjandi snúið að vera almennileg manneskja, sérstaklega þegar maður er ringlaður unglingur og fæstir byrjaðir að taka mann jafn alvarlega og maður á skilið.“ Ásgeir H. Ingólfsson, Stundinni ★★★★

„Fyrsta skáldsaga Þórunnar Rakelar grípur lesandann strax. Hún er vel skrifuð, skemmtileg og spennandi allt til loka, höfðar bæði til unglinga og þeirra sem eldri eru. Galdurinn liggur í næmri persónusköpun og því hvernig sýn á einstaklinga í sömu fjölskyldu er byggð upp út frá sjónarhorni Hrafnhildar, unglingsstúlku fráskilinna foreldra.“ Lokadómnefnd íslensku bókmenntaverðlaunana

„Fyndin, krefjandi og spennandi saga.“ Dómnefnd Fjöruverðlaunanna

„Það er ótrúlegt að þetta skuli vera fyrsta bók höfundar. Það er enginn byrjendabragur á henni … Ég varð dálítið meyr í lokin.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Hrafnhildur er einmitt bara svo spennandi persóna … sannfærandi sem vitundarmiðja í þessari bók.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni 

„Það er virkilega gleðilegt að sjá jafn vandaða unglingabók, sem fjallar um raunverulegt líf unglinga, koma á markaðinn. Þórunni tekst snilldarlega vel til með Akam, ég og Annika." Katrín Lilja Jónsdóttir, Lestrarklefanum

Akam, ég og Annika er bók sem flestir hefðu gott (og gaman) af að lesa, textinn er áreynslulaus og persónurnar trúverðugar. Þórunni tekst að fjalla um aðkallandi málefni í reynsluheimi ungs fólks án þess að vera með einhvers konar predikunartón þeirra sem eldri eru.“ Kristín Lilja, Bókmenntaborginni

„Ég mæli með þessari bók fyrir alla unglinga heims og þá sem elska heim unglinga og hafa gaman af vönduðu efni fyrir þá.“ Margrét Jónsdóttir Njarðvík

Hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin. 

Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna.

Tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. 

  • Akam, ég og Annika, Þórunn Rakel Gylfadóttir
  • Káputeikning og hönnun: Christina Kuschkowitz, 2021
  • Innbundin, 127 x 196 mm
  • 356 blaðsíður
  • Verkefnahefti
  •