Bangsi litli í skóginum

Bangsi litli í skóginum

2.700 kr.

Í skóginum er allt með kyrrum kjörum. Bangsapabbi er í þungum þönkum, Bangsamamma nartar í köngul og Bangsabarnið fær sér blund. Bangsa litla leiðist hræðilega og að lokum getur hann ekki meir. 

Bangsi litli lendir í miklum ævintýrum þegar hann ákveður að hætta að vera björn og verða krakki. Önnur bókin um skemmtilegu bangsafjölskylduna eftir franska rithöfundinn og teiknarann Benjamin Chaud en sú fyrri, Bangsi litli í sumarsól, hefur heillað lesendur á öllum aldri.

Höfundurinn Benjamin Chaud er fæddur og búsettur í Frakklandi og hafa bækur hans hlotið margvísleg verðlaun og verið þýddar á yfir tuttugu tungumál.

  • Pompon ours dans les bois, Benjamin Chaud
  • Guðrún Vilmundardóttir þýddi, 2017
  • Innbundin, 245 x 368 mm
  • 40 blaðsíður