Bölvun múmíunnar. Fyrri hluti

Bölvun múmíunnar. Fyrri hluti

Bölvun múmíunnar. Fyrri hluti

3.700 kr.

Hvers vegna skrifaði einhver QWACHA í rykið á hillunni? Hvaðan komu blóðblettirnir í egypska salnum? Geta múmíur risið upp utan draumaheimsins? Er eilíft líf mögulegt?

Júlía og mamma hennar lifa ósköp venjulegu lífi þótt þær búi reyndar í fornminjasafni.  Dag einn fær safnið egypska múmíu til varðveislu og fyrr en varir hafa Júlía og bestu vinir hennar, María og Charlie, dregist inn í æsilega atburðarás þar sem nasistar, særingamenn og alþjóðleg glæpasamtök koma við sögu.

Prófessor Ármann Jakobsson hefur verið áhugamaður um múmíur og faraóa frá barnæsku. Hann vinnur nú við að rannsaka yfirnáttúrulega reynslu á miðöldum.

„Allt of stutt bók, sem betur fer verður framhald. Frábært plott, meira að segja letidýr myndi ekki missa áhugann.“ Jörundur Orrason Reyndal 13 ára

„Skemmtilegasta bók sem ég hef lesið lengi!“ Guðmundur Flóki Sigurjónsson 11 ára

„Stórskemmtileg ævintýrabók af gamla skólanum, spennusaga fyrir börn og þá sem hafa dálæti á gömlum reyfurum,“ segir Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, Orð um bækur

„Barnabók, unglingabók, ungmennabók ... þetta er kannski fyrst og fremst spennusaga ... skemmtileg og tímalaus saga." Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Orð um bækur

  • Bölvun múmíunnar. Fyrri hluti, Prófessor Ármann Jakobsson
  • Káputeikning og hönnun: Atli Sigursveinsson, 2019
  • Innbundin, 140 x 215 mm
  • 152 blaðsíður