Etýður í snjó

Etýður í snjó

Etýður í snjó

3.500 kr.

Heillandi saga um samband manna og dýra, um útlegð, fjölskyldur, aðskilnað og það að vera öðruvísi eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada sem hefur verið búsett í Þýskalandi um árabil. Valin ein af bestu þýddu bókum ársins 2018 af bóksölum á Íslandi. Elísa Björg Þorsteinsdóttir var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína. Sjötta bókin í áskriftarröð Angústúru.

Svo virðist sem ég hafi beitt fingrunum af of miklum krafti við skriftirnar. Oddurinn á nýja blekpennanum mínum þoldi það ekki og bognaði. Bergblátt Mont-Blanc-blekið vall út og litaði hvítan kviðinn á mér. Ég hafði gert þau mistök að afklæðast alveg vegna hitans. Kvenrithöfundur ætti aldrei að vinna nakinn. Ég þvoði mér en blekbletturinn hvarf ekki.

„Höfundur sem sýnir djúpa hluttekningu. Tungumálið sjálft er persóna, líkt og í öllu verkum Tawada.“ New York Times Magazine

„Sagan er listilega vel skrifuð og þýdd.“ Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Morgunblaðinu

„Þegar ég las Etýður í snjó leið mér eins og þegar ég las fyrst Meistarann og Margarítu. Orðin þöndu út vitundina og sprengdu hana. Bókin spriklar af einhverju svo öðruvísi, nýju, fyndnu, eldskörpu, beittu, pólitísku, íðilfögru, ævintýralegu ... og mannúðlegu – þó að hún sé sjálfsævisöguleg saga ísbirnu ... Etýður í snjó er tótal skáldsaga ... Ný vídd ... Það er eins og tungumálið leiði höfundinn inn í flæðandi lífskraft orðanna og búi sjálf til söguna“ Auður Jónsdóttir 

Etýður í snjó er bók sem hefur ótal marga þræði. Ég kem til með að finna eitthvað nýtt í henni í hvert skipti sem ég les hana.“ Lilja Magnúsdóttir, Lestrarklefanum

Tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna. 

  • Etüden im Schnee, Yoko Tawada
  • Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi, 2018
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 322 blaðsíður