Hestar
Hestar
4.990 kr.
Íslenski hesturinn hefur þolað margt í þúsund ára þjónustuhlutverki við kaldlynda þjóð í köldu landi. Hann hefur troðið vegalaust hraunið, strokið milli landshluta, hrakist á útigangi, drukknað í jökulfljótum og jafnvel gengið aftur. Hér stígur þarfasti þjónninn fram rétt eins og hann er og var allt frá því að fyrsta fylfulla merin steig óstyrkum fæti á íslenska strönd seint á níundu öld; laus við keppnisrembing, upphafningu og tildur.
Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring sýndu það með bók sinni Fuglar að íslensk fuglafræði er annað og meira en upptalning á þurrum staðreyndum. Nú er komið að hrossunum.
„Það er unun að lesa þessa bók.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis.
Tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í flokki myndlýsinga.
- Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring, 2020
- Ráðgjöf við bókarhönnun: Studio Studio
- Saumuð kilja með flipum, 170 x 225 mm
- 184 blaðsíður