Hunangsveiði

Hunangsveiði

Hunangsveiði

3.990 kr.

Silva Saudade er í ástarsambandi sem virðist vera að leysast upp og gengur með bréf frá löngu látinni ömmu sinni við brjóst sér. Hún leitar til tengslafræðingsins Tómasar O. eftir aðstoð og saman halda þau í pílagrímsferð til Portúgal, ásamt rithöfundinum Rónaldi, þar sem veröld þeirra þriggja kaffærist í söknuði og dýrslegri þrá. Munúðarfull saga um mörk siðferðis, dauða og endurfæðingu.

Hunangsveiði  er önnur skáldsaga höfundar, sú fyrri var Segulskekkja sem var meðal annars gefin út af hinu virta franska forlagi Zulma. Soffía hefur einnig sent frá sér ljóðabækurnar Beinhvít skurn og Ég er hér.

„Mér finnst þessi bók hreinn og klár unaður … Þessi saga fæst við eitthvað sem ég hef alltaf verið heillaður af, leitinni í lífinu. Ekki leitinni að tilgangi lífsins heldur leit að tilgangi manns sjálfs í tilgangi lífsins. Í það minnsta fimm stjörnu texti þessi heillandi saga um rof, fjarska og nautn. Leit og samvisku.“ Guðmundur Brynjólfsson

  • Soffía Bjarnadóttir, 2019
  • Kápuhönnun: Helga Gerður Magnúsdóttir
  • Listaverk á kápu: Konstantin Antioukhin
  • Innbundin, 125 x 190 mm
  • 200 blaðsíður​