Jarðsetning

Jarðsetning

7.500 kr.

„Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey.“

Í Jarðsetningu fer höfundur með lesendur inn í stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og þaðan á vit hugmynda og drauma sem búa í hinu byggða. Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar hún frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu.

Anna María Bogadóttir arkitekt hefur gefið út bækur um arkitektúr og manngert umhverfi og ritstýrt bókum um sama efni. Í Jarðsetningu brúar hún bilið milli arkitektúrs og bókmennta í frumlegum texta og lifandi myndum.

Jarðsetning er gefin út í samstarfi við Úrbanistan. 

„Framúrskarandi bók og óvæntasti yndislestur vertíðarinnar. Ein besta bók flóðsins.“ Þorgeir Tryggvason

„Bylting.“ Guðrún Eva Mínervudóttir

„Einstaklega frumlegt og áhugavert verk sem hnitast um hús Iðnaðarbankans í Lækjargötu með endalausum tilvísunum í hugmyndafræði, arkitektúr og persónulegar minningar.“ Andri Snær Magnason

Jarðsetning er í senn spennandi og afhjúpandi ferðalag um innilegt en um leið brösulegt samband mannkyns við hið byggða umhverfi. Persónulegt og einstakt listaverk.“ Björn Teitsson, sérfræðingur hjá skipulagsstofnun

„Þetta er afskaplega frumlegt verk og verðskuldar miklu meiri athygli en það hefur ennþá fengið.“ Stefán Pálsson, sagnfræðingur

„Skyldulesning fyrir fagfólk en ekki síður fyrir aðra, þar sem hún lýsir á inspirerandi hátt því að vera manneskja, lífræn vera, í manngerðum heimi.“ Hildigunnur Sverrisdóttir

„Mögnuð og óvenjuleg bók sem opnaði augu mín fyrir því hvernig byggingar móta ytra og innra samfélag.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur

  • JarðsetningAnna María Bogadóttir
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir, 2022 
  • Saumuð kilja, 160 x 240 mm
  • 308 blaðsíður