Kona í hvarfpunkti

Kona í hvarfpunkti

Kona í hvarfpunkti

3.500 kr.

Firdaus hefur verið dæmd til dauða fyrir morð. Hún segir sögu sína nóttina fyrir aftökuna.

Nú var ekkert svigrúm lengur fyrir tálsýnir. Það var betra að njóta velgengni sem vændiskona en vera blekktur dýrlingur.

Egypsk, femínísk klassík sem afhjúpar undirokun kvenna í samfélögum Austurlanda nær eftir höfund sem hefur verið á dauðalistum íslamskra öfgahópa. Mergjuð skáldsaga.

Nawal El Saadawi (f. 1931) er egypskur rithöfundur, læknir og baráttukona fyrir mannréttindum. Hún er einn áhrifamesti feminíski hugsuður arabaheimsins, hefur skrifað um stöðu kvenna í íslömskum samfélögum og gagnrýnt feðraveldið, trúarbrögð og kapítalisma fyrir kerfisbundna kúgun kvenna um allan heim. Kona í hvarfpunkti, sem byggð er á sannri sögu, fékkst upphaflega ekki útgefin í heimalandi höfundar og kom fyrst út í Líbanon árið 1975. Bókin hefur komið út á 22 tungumálum. Ein af bestu þýddu bókum ársins 2019 að mati bóksala á Íslandi. Elísa Björg Þorsteinsdóttir var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína. Áttunda bókin í áskriftarröð Angústúru.

 

1/2 Morgunblaðið

„Ég er ekki frá því að Kona í hvarfpunkti sé með áhrifamestu bókum sem ég hef lesið. Þvílík bók, sem ég mun klárlega lesa aftur.“ Helga Björg Ragnarsdóttir

„Mögnuð bók eftir hina egypsku Nawal El Saadawi (f. 1931). Kom út 1975 en talar beint inn í okkar tíma, og raunar alla tíma.“ Dagur Hjartarson

„Gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búin með hana og get varla hætt að hugsa um hana.“ Helga Hallbergsdóttir

„Unaðslega vel skrifuð og þýdd, flottur stíll og athyglisverð nálgun á nístandi sanna sögu.“ Hallgerður Hallgrímsdóttir

Tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

  • امرأة عند نقطة الصفر / Woman at Point Zero, Nawal El Saadawi 
  • Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi, 2019
  • Eftirmáli: Maríanna Clara Lúthersdóttir
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 180 blaðsíður