Litla bókabúðin við vatnið
Litla bókabúðin við vatnið
3.200 kr.
Zoe býr við þröngan kost í London með ljúfa drengnum sínum Hari sem af einhverjum ástæðum talar ekki. Þegar leigusalinn tilkynnir Zoe að hann ætli að hækka leiguna veit hún ekki hvað hún á til bragðs að taka. Faðir Hari tekur litla sem enga ábyrgð á umönnun eða uppeldi sonarins og Zoe finnst hún vera í vonlausri stöðu.
Nina rekur bókabúð í sendibíl nærri Loch Ness í Skotlandi og bráðvantar einhvern til að leysa sig af, því hún á von á sínu fyrsta barni með hægláta bóndanum Lennox.
Þegar Zoe býðst að sjá um bókabílinn fyrir Ninu, og gæta barna fyrir herragarðseigandann og einstæða föðurinn Ramsay Urquart í skiptum fyrir húsnæði, grípur hún tækifærið í von um betra líf. Sú ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík fyrir fleiri en þau mæðginin.
Hugljúf saga um traust, vináttu og ást.
Sjálfstætt framhald Litlu bókabúðarinnar í hálöndunum eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan en bækur hennar hafa slegið í gegn hjá lesendum á Íslandi.
„Litla bókabúðin við vatnið er einstaklega notaleg bók og fullkomið að lesa hana á einum af þessum dögum sem maður nennir ekki að gera neitt.“ Sonja Sif Þórólfsdóttir, Morgunblaðinu
„Bækur sem þessar eru að mínu mati fullkomnar í fríið. Þær eru auðveldar og aðgengilegar í lestri, þær krefjast ekki mikils af lesandanum, ekkert slæmt á sér stað og ástin fær að njóta sín í öllum sínum dýrðleik ... Þar fyrir utan gerist bókin í Skotlandi, sem gerir allt einhvern veginn enn meira töfrandi.“ Katrín Lilja Jónsdóttir, Lestrarklefanum
- The Bookshop on the Shore, Jenny Colgan
- Erna Erlingsdóttir þýddi, 2021
- Kilja, 135 x 200 mm
- 502 blaðsíður