Maðurinn í skiltinu
Maðurinn í skiltinu
4.290 kr.
Þegar Ramón býðst að vakta risastórt auglýsingaskilti Coca-Cola-fyrirtækisins við þjóðveg í hverfinu grípur hann tækifærið og ákveður að setjast að í skiltinu í leit að merkingu hlutanna. Ákvörðun hans kemur illa við nágrannana sem finnst hann ógna heiðri hverfisins, ekki síður en heimilislausa fólkið sem flytur í nágrennið, og fyrr en varir taka þeir málin í sínar hendur.
Skáldsaga byggð á sannsögulegum atburði eftir chileska rithöfundinn Maríu José Ferrada. Maðurinn í skiltinu er önnur skáldsaga hennar en sú fyrsta, Kramp, kom út hjá Angústúru árið 2023. Ferrada hefur í þrígang unnið til verðlauna chileska menningarmálaráðuneytisins.
- El hombre del cartel, María José Ferrada, 2021
- Jón Hallur Stefánsson þýddi, 2025
- Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
- Saumuð kilja, 110 x 180 mm
- 168 blaðsíður