Malarhjarta

Malarhjarta

Malarhjarta

3.700 kr.

Ég vildi ekki lifa sem útlendingur, eins og flækingur í annars landi. Ég vildi ekki búa innan um fólk sem talaði tungumál sem ég skildi ekki og bjó yfir auði sem gerði því kleift að fyrirlíta mig og tala niður til mín. Mig langaði að vera hér þar sem ég vissi hver ég var og hvers væri ætlast til af mér.

Margslungin og áhrifamikil saga um mikilvægi þess að tilheyra. Ein sterkasta skáldsaga tansaníska Nóbelsverðlaunahafans Abdulrazak Gurnah (f. 1948), en áður hefur komið út eftir hann á íslensku skáldsagan Paradís.

  • Gravel Heart, Abdulrazak Gurnah, 2017
  • Helga Soffía Einarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála, 2025
  • Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 400 blaðsíður