Skrifað í skýin

Skrifað í skýin

Skrifað í skýin

3.900 kr.

Morag MacIntyre er bókstaflega í skýjunum. Hún hefur flogið um loftin blá frá því að hún var sextán ára, fyrst með afa sínum milli skosku eyjanna og síðan millilandaflug hjá stóru flugfélagi. Flugið er henni í blóð borið og ástin í lífi hennar eru háloftin og Dolly, Twin Otter-vél fjölskyldufyrirtækisins, eða þar til hún kynnist Hayden, sem deilir ekki aðeins áhuga hennar á flugi heldur er einnig reiðubúinn að flytja með henni til Dúbaí þar sem henni býðst flugmannssætið á langleiðum flugfélagsins. Þegar afi Morag veikist heldur hún norður til Skotlands að leysa hann af í nokkra daga í áætlunarflugi út í eyjarnar.

En skjótt skipast veður í lofti, sérstaklega í Norður-Atlantshafinu, og þegar litla flugvélin lendir í óvæntu fárviðri á heimleið neyðist Morag til að nauðlenda á strönd einangraðrar eyju þar sem enginn býr nema einn fýldur karl, nokkrar hænur og ein geit. Sambandslaus við umheiminn neyðist Morag til að staldra við og horfast í augu við að hún geti ekki alltaf verið við stjórnvölinn og að mögulega hefði hún gott af því að komast í svolítið jarðsamband.

Nýr bókaflokkur eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan, en hugljúfar bækur hennar hafa slegið í gegn hjá íslenskum lesendum.

  • Summer Skies, Jenny Colgan, 2023
  • Helga Soffía Einarsdóttir þýddi, 2025
  • Kilja, 135 x 200 mm
  • 376 blaðsíður