Svefngríman

Svefngríman

4.590 kr.

Átta smásögur sem vega salt á mörkum þess hversdagslega og þess fáránlega. Síðasti kaffibollinn fyrir heimsendi, eðlilegur útlimamissir, úthverfablinda, gervigreindarvinátta, óráð, ímyndun, sambönd og tengslaleysi.

Örvar Smárason er ljóðskáld, rithöfundur, tónskáld og tónlistarmaður. Svefngríman er fyrsta smásagnasafn hans en áður hafa komið út nóvellan Úfin, strokin og ljóðabókin Gamall þrjótur, nýir tímar. Örvar fékk nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir Svefngrímuna, auk þess hlaut smásagan Sprettur í safninu fyrstu verðlaun á Júlíönuhátíðinni.

„Sögurnar eru ferskar og framandi ... gífurlega frjór höfundur sem leikur sér að ímyndunaraflinu á einstakan máta.“ Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Morgunblaðinu ★★★★ 

„Æðisleg bók.“ Kristín Eiríksdóttir

„Svefngríman er unaðslega súrrealísk og grótesk og drepfyndin.“ Pedro Gunnlaugur Garcia

„Það er sérstaklega ferskur andblær í þessu efni, þessum sögum og þessum frásagnarstíl.“ Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

  • Svefngríman. Örvar Smárason, 2022
  • Bókarhönnun: Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir)
  • Saumuð kilja, 110 x 180 mm
  • 156 blaðsíður