Tíkin
Tíkin
3.500 kr.
Damaris þráir það heitast að verða móðir en þrátt fyrir töfradrykki, smyrsl og helgiathafnir geta þau Rogelio ekki eignast barn. Þegar henni býðst að taka að sér tíkarhvolp grípur hún tækifærið feginshendi en tíkin lætur ekki temja sig frekar en náttúran.
Áhrifamikil skáldsaga eftir kólumbíska rithöfundinn Pilar Quintana (f. 1972) sem gerist í litlu þorpi við kólumbísku Kyrrahafsströndina, þar sem samfélagið endurspeglar óblíð náttúruöflin. Tíkin hlaut hin virtu kólumbísku bókmenntaverðlaun Biblioteca de Narrativa. Útgáfurétturinn hefur verið seldur til 14 tungumálasvæða.
„Stutt og hnitmiðuð frásögnin er eftir því áhrifarík lýsing á mótsagnakenndu mannlegu eðli þar sem fyrir miðju eru þrá, ást og grimmd.“ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu ★★★★
„Höfundi tekst einstaklega vel að lýsa náttúrunni, hitanum og aðstæðunum á þann hátt að manni finnst maður kominn til Kólumbíu við lesturinn.“ Sæunn Gísladóttir, Lestrarklefanum ★★★★
„Hún gleypti mig alveg þessi saga … ég vissi ekki af mér fyrr en ég var búin. Hún heillaði mig alveg.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni
„Merkilegt er hvað þessi stutta saga … nær að mála breiða þjóðlífsmynd á þessum fáu síðum." Gauti Kristmannsson, Víðsjá
- La perra, Pilar Quintana
- Jón Hallur Stefánsson þýddi, 2020
- Bókarhönnun: Snæfríð Þorsteins
- Saumuð kilja, 110 x 180 mm
- 134 blaðsíður